top of page

Hljóðin

Borgarhljóð
úr hverju eru þau gerð?
ruslabílar koma og sækja tunnur
vindur blæs milli tveggja manna
sem tala á ógreinilegu tungumáli
meðan þeir smella saman stillönsum
sírenuvæl fjarar út
í morgunmyrkrinu
ískur í járnsög, skrölt í kaffivél, einhver
er að smyrja beyglu, fólk mætir til vinnu
eða sefur vært
meðan ég hlusta
á hljóðin
hljóðin fanga huga minn og eigna sér hann.

kona sefur í sófanum
og köttur sefur á milli fóta hennar
það er nóvember
klukkan er meira en átta
og það er enn dimmt
dimmt úti.

nágrannarnir eru að fara á fætur
þeir fara sér rólega
borða morgunkorn, búa til hafragraut, kaffi
stöku orð eru sögð á himnesku
það er setið og verið og hlustað.

Draugar

tók drauga mína með mér á hótelið
leyfði þeim að þjóta
um öll herbergi

fylla þau og glæða lykt og lit
ég ásæki þennan stað
hann ásækir mig ekki

Stjarna

hún heldur augum sínum opnum
meðan ég reyni að skjóta loku fyrir allt
það er munurinn

  • Instagram
  • Facebook
bottom of page