top of page

Sjaldgæfa sál

útsýnið geislar

þegar ég dreg frá

gluggatjöldin

opna heiminn

svo ég get ekki

opnað augun

sjaldgæfa sálin þín

hvílir sig

á koddanum.

Hljóðin

Borgarhljóð úr hverju eru þau gerð? ruslabílar koma og sækja tunnur vindur blæs milli tveggja manna sem tala á ógreinilegu tungumáli meðan þeir smella saman stillönsum sírenuvæl fjarar út í morgunmyrk

Draugar

tók drauga mína með mér á hótelið leyfði þeim að þjóta um öll herbergi fylla þau og glæða lykt og lit ég ásæki þennan stað hann ásækir mig ekki

Fuglinn

fann beinagrind úr fugli í krækiberjalyngi uppi í fjallshlíðinni dó hann af náttúrulegum orsökum?

  • Instagram
  • Facebook
bottom of page